Stærð skiptir máli

Það ætti ekki að fara illa um frönsku forsetahjónin, Nicolas …
Það ætti ekki að fara illa um frönsku forsetahjónin, Nicolas Sarkozy og Cörlu Bruni-Sarkozy um borð í nýju flugvélinni Reuters

Það er greinilegt að stærðin skiptir máli þegar kemur að flugvélum þjóðarleiðtoga. Til að mynda hefur Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, ákveðið að eyða 176 milljónum evra í endurbætur á flugvélaflota sínum. Því þegar forsetinn kemur fljúgandi á alþjóðlegar samkomur þá er vél hans, Airbus A319 líkt og dvergur í samanburði við flugvélakost flestra annarra þjóðarleiðtoga.

Þrátt fyrir að nýja flugvélin sé ekki ekki eins stór og Boeing 747-200 vélin sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, flýgur með þá er hún hins vegar mun stærri og hærri en þær vélar sem aðrir evrópskir þjóðarleiðtogar ferðast með, samkvæmt frétt Times í dag.

Eins verður nýja vélin búin ýmsum þægindum sem aðrir geta ekki státað af. Meðal annars fær Sarkozy skrifborð og ritara í vélinni. Fundarherbergi fyrir tólf manns og allan þann búnað sem nauðsynlegur þykir á bráðamóttöku, samkvæmt frétt franska viðskiptablaðsins Les Echos. Í vélinni verða sæti fyrir 60 farþega, svefnherbergi og sérstakt baðherbergi fyrir forsetahjónin. Hins vegar neita þeir sem koma að endursmíði vélarinnar að forsetafrúin Carla Bruni Sarkozy fái baðkar í fullri stærð.

Vinna við breytingar á vélinni sem er tíu ára gömul - að sjálfsögðu af Airbus gerð,  A330-200, hefst um leið og hún kemur til Toulouse héraðs þar sem breytingarnar verða gerðar. Vélin var í eigu Air Caraibes og er stefnt að því að Sarkozy fái vélina til afnota á næsta ári. Fregnir herma að Sarkozy hafi viljað fá nýja vél beint úr kassanum en hafi neyðst til þess að sætta sig við notaða flugvél vegna kostnaðar við kaup á flugvél.

Það kostar franska ríkið 176 milljónir evra að kaupa vélina og breyta henni en alls fara 302 milljónir evra í standsetningu flugvéla sem reknar eru af franska flughernum í ár.

Andstæðingar Sarkozy segja kaupin á vélinni óþarfa eyðslusemi í þágu sjálfsálits forsetans en stuðningsmenn hans segja ómögulegt annað en að forsetinn fái betri flugvélakost miðað við hvað hann ferðast mikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson