Ósýnilegur Skodi

Sýnilegur Skoda Fabia.
Sýnilegur Skoda Fabia.

Enskur listnemi hefur fundið óvenjulega leið til að snúa á stöðumælaverðina: að gera bílinn sinn ósýnilegan.  

Sara Watson, 22 ára listnemi við háskólan í Lancashire á Englandi, vildi skapa listaverk sem blekkti augað. Hún fékk gamlan Skoda Fabia hjá bílapartasölu í bænum og dundaði sér síðan við það í þrjár vikur að mála bílinn þannig að hann félli inn í umhverfið framan við íbúðina hennar.

Árangurinn var ótrúlegur því í fljótu bragði virðist bíllinn vera ósýnilegur. Það er ekki fyrr en grannt er skoðað, að það sést móta fyrir grillinu, hjólunum, ljósum og öðru, sem minnir á bíl.

Watson segir við Daily Telegraph, að fólk, sem gengur framhjá hafi hreinlega gengið á bílinn. „Ég hef því náð fram þeim áhrifum, sem ég var að leita að," segir hún.

Bílapartasalinn Steve Jackson, sem gaf Söru bílinn, segist vera standandi hissa. „Þegar ég sá mynd af bílnum var ég viss um að hún væri búin til í tölvu. En þegar ég skoðaði myndina betur sá ég hvað hún hefur lagt mikla vinnu í smáatriðin. Þetta er ótrúlegt." 

Sara Watson við Skodann  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson