Skítugasta borgin en besta næturlífið

Lundúnaborg var valin skítugasta borgin í könnun TripAdvisor en um leið var næturlífið best í Lundúnum. Borgin var valin sú dýrasta og íbúar hennar þeir hallærislegustu í klæðaburði.

36% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu Lundúnaborg skítugustu borg Evrópu en í París var í öðru sæti með 9% atkvæða.

Hins vegar geta Kaupmannahafnarbúar státað af hreinustu borginni. Sú ódýrasta er Prag og sú vinalegasta er Dublin. Brussel fær hins vegar þann vafasama heiður að vera valin leiðinlegasta borgin.

Almenningsgarðar Lundúna þóttu bestir en garðar Parísarborgar voru í öðru sæti meðal þeirra 2.376 ferðamanna sem tóku þátt í könnuninni.

París státar af smartasta fólkinu í klæðaburði og besta matnum. Hins vegar þóttu íbúar Parísar vera afar óvingjarnlegir í garð ferðamanna. París er heldur ekki lengur rómantískasta borgin í huga ferðamanna því Feneyjar fengu flest atkvæði í þeim flokki í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson