Munnmök engin fyrirstaða

Pedro Almódovar ásamt Penélope Cruz á blaðamannafundi í Cannes í …
Pedro Almódovar ásamt Penélope Cruz á blaðamannafundi í Cannes í dag. Reuters

Spænski kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodóvar gerir ýmislegt til þess að koma skilaboðum til samverkafólks síns. Eru munnmök þar ekki undanskilin.

Á blaðamannafundi í Cannes í dag sagði Almodóvar að hann gengi í öll störf við upptökur en á blaðamannafundinum var hann að kynna nýjustu mynd sína Los abrazos rotos.

Að sögn Almodovar kenndi hann leikara, sem lék í kvikmynd hans fyrir löngu síðan, hvernig munnmök hann vildi sjá í myndinni. Svo það myndi skila sér rétt til leikarans hafði leikstjórinn munnmök við leikkonuna sem lék á móti leikaranum í viðkomandi mynd.

Leikstjórinn nafngreindi hvorki leikarann né leikkonuna á blaðamannafundinum en spænska leikkonan Penélope Cruz, sem fer með aðalhlutverkið í Los abrazos rotos var með honum á blaðamannafundinum.

Myndin er ein þeirra tuttugu kvikmynda sem tilnefndar eru til Gullpálmans í Cannes í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson