30 milljónum varið til að líkjast Britney

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Bresk kona á þrítugsaldri hefur fjárfest fyrir hátt í þrjátíu milljónir króna (135 þúsund pund) til að líkjast bandarísku söngkonunni Britney Spears. Konan, Lorna Bliss, starfar sem Britney-eftirherma og tók m.a. fullan þátt í niðurlægingaskeiði Britneyar, s.s. með því að raka af sér hárið. Þetta kemur fram á vef Daily Mail.

Fljótlega eftir að Britney kom fram á sjónarsviðið með smellinn Baby One More Time var eftir því tekið hvað Bliss líkist henni. Frá árinu 2000 hefur hún svo sinnt starfi eftirhermunnar í fullu starfi og treður m.a. upp í afmælum og næturklúbbum.

Ég geri hvað eina sem Britney gerir og það getur verið mjög erfitt, sérstaklega þegar hún grennist og ég þarf að fara í megrun," segir Lorna sem áætlar að láta húðflúra á sig þær níu myndir sem Britney ber á líkama sínum. Hún þarf að verja miklum fjárhæðum í sérsniðna búninga, hárlengingar, danskennara og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Bliss segir starfið hins vegar frábært. Hún fær að ferðast víðsvegar um heiminn og fólk eltir hana á röndum og biður um eiginhandaráritanir.

Viðtal Daily Mail

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson