Sjálfshjálp gerir illt verra

Sögupersónan Bridget Jones er ein þeirra sem hefur freistar þess …
Sögupersónan Bridget Jones er ein þeirra sem hefur freistar þess að bæta sjálfsímynd sína með jákvæðum staðhæfingum. AP

Ný kanadísk rannsókn bendir til þess að sjálfshjálparaðferðir, sem byggja á því að einstaklingar þylji upp jákvæðar fullyrðingar um sjálfa sig, stuðli að verri líðan hjá þeim sem þurfa mest á sjálfstyrkingu að halda. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í grein um rannsóknina sem birt er í tímaritinu Psychological Science segja aðstandendur hennar slíkar fullyrðingar einungis bæta líðan fólks með sterka sjálfsímynd og sjálfstraust.

Í rannsókninni sem unnin var í samvinnu háskólanna í Waterloo og New Brunswick, var fólk beðið um að vinna með yfirlýsinguna: „Ég er ástarverð/ur". Þátttakendur voru greindir út frá líðan, sjálfsímynd og sjálfstrausti bæði áður og eftir að þeir gerðu þetta. Var niðurstaðan sú að þeim sem voru með lítið sjálfstraust leið verr eftir að hafa ítrekað þulið upp yfirlýsinguna en áður en þeir gerðu það.  Þeim sem greindir voru með meira sjálfstraust leið að jafnaði betur á eftir en þó var munurinn á líðan þeirra mjög lítill.

Fólkið var einnig  fengið til að skrifa lista þar sem það skráði bæði jákvæðar og neikvæðar hugmyndir um sjálft sig. Út frá því komust fræðimennirnir að þeirri niðurstöðu að fólki með neikvæða sjálfmynd liði betur fái það að tjá sig í samræmi við sjálfsímynd sína en þegar það er fengið til að fara með staðhæfingar um sjálft sig sem ekki er í samræmi við sjálfsmynd þess. Telja þær ástæðuna þá að ósamræmdar hugsanir og yfirlýsingar stuðli að vanlíðan.

Þá telja þeir það gera fólk enn óöruggara en ella fái það fyrirmæli um að hugsa um sjálft sig á annan þátt en það geri innst inni.

„Endurteknar yfirlýsingar um eigið ágæti geta komið sumum til góða, sérstaklega fólki með mikið sjálfstraust. Þær geta líka virkað þveröfugt, ekki síst hjá fólki sem þarf hvað mest á sjálfstyrkingu að halda," segir  Joanne Wood, sem leiddi rannsóknina. Hún segist þó telja að slíkar aðferðir geti verið árangursríkar sé þeim beitt í bland við aðra sálfræðimeðferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav