Í mál við töfraanda

Fjölskylda í Sádí-Arabíu hefur höfðað mál gegn töfraanda en fjölskyldan ásakar hann um að kasta steinum í fjölskylduna og stela farsímum í hennar eigu. Segist fjölskyldan hafa neyðst til þess að flytja á brott úr húsi sínu, heimili fjölskyldunnar til fimmtán ára. Greint er frá þessu í dagblaðinu Al Watan.

Samkvæmt íslamskri hugmyndafræði geta andar ráðist gegn mannfólkinu. 

 Í viðtali við fjölskylduföðurinn kemur fram að upphafið á andastríðinu megi rekja til torkennilegra hljóða. Í fyrstu hafi fjölskyldan ekki tekið þetta alvarlega en þegar skrýtnir hlutir fóru að gerast og börnin hafi orðið skelfingu lostin þegar andarnir hófu að kasta grjóti. Segir hann að fyrst hafi kona talað við hann og síðan karl. Þau hafi sagt honum að fjölskyldan ætti að flytja á brott úr húsinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi er nú verið að rannsaka sannleiksgildi kvörtunar fjölskyldunnar þrátt fyrir að slík sönnun sé afar erfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir