Steypti sér í kollhnís að altarinu

Kevin Heinz dillir sér á kirkjugólfinu ásamt svaramönnum og brúðarmeyjum.
Kevin Heinz dillir sér á kirkjugólfinu ásamt svaramönnum og brúðarmeyjum.

Myndband sem sýnir óvenjulega giftingarathöfn í Minnesota í Bandaríkjunum hefur slegið í gegn á internetinu. Milljónir manna hafa horft á brúðhjónin koma dansandi inn kirkjugólfið við dúndrandi tónlist og gapandi undrun kirkjugesta.

Athöfnin fer fram í kirkju í St. Paul og virðist við fyrstu sýn ætla að verða hefðbundin, þar til lagið „Forever“ með Chris Brown tekur allt í einu að hljóma og svaramennirnir koma dansandi af miklum krafti inn kirkjugólfið. Í kjölfarið koma brúðarmeyjarnar einnig og loks allur hópurinn aftur í dúndrandi fíling. Út úr miðjum hópnum birtist brúðguminn skyndilega - í kollhnís inn kirkjugólfið og síðust en ekki síst kemur brúðurin sjálf, þrátt fyrir allt íklædd skósíðum hvítum kjól, en dansandi og dillandi sér alla leið að altarinu. 

„Feginn að ég slasaði mig ekki“ 

Brúðhjónin ungu, Kevin Heinz og Jill Peterson, eru orðin heimsfræg á internetinu eftir að þau settu upptöku úr brúðkaupinu inn á Youtube en þegar þessi frétt er skrifuð hafa hátt í 5 milljónir manna skoðað myndskeiðið. 

Í kjölfarið voru hjónin nýbökuðu boðuð í viðtal í Today Show á NBC þar sem Jill Peterson viðurkenndi að hugmyndin hefði verið hennar og að einu gestirnir sem fengu að vita af þessu fyrirfram hafi verið foreldrar þeirra. Hún segist alltaf hafa „elskað dans sem tjáningarform og til að deila gleði. Þetta var eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera,“ sagði brúðurin.

„Ég er bara feginn að ég slasaði mig ekki,“ sagði Heinz um augnablikið þegar hann steypti sér í kollhnís inn kirkjuna. Hjónin segjast hafa æft dansinn aðeins einu sinni með vinum sínum fyrir athöfnina.

Ekki er annað hægt en að samgleðjast hinum nýbökuðu hjónum þegar maður verður vitni að gleðinni í brúðkaupinu og má telja öruggt að mikið fjör hafi verið í veislunni í kjölfarið.

Myndskeiðið má finna hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg