Tvíburabær vekur undrun lækna

SJÖ ára gamlar tvíburasystur halda á fimm mánaða gömlum systrum …
SJÖ ára gamlar tvíburasystur halda á fimm mánaða gömlum systrum sínum, sem eru einnig tvíburar, í Kodinji, afskekktum bæ á Indlandi ARKO DATTA

Vísindamenn hafa enn ekki getað skýrt óvenjulegan fjölda tvíburafæðinga í smábænum Kodinji í Indlandi, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir. Í bænum eru um 230 tvíburar en þar búa einungis fimmtán þúsund manns. Til viðbótar eru fimm konur óléttar af tvíburum.

Í bænum, sem er í norðurhluta sambandsfylkisins Kerala, eru fjórum sinnum fleiri tvíburafæðingar enn venjulegt þykir. Er því ekki að undra að bærinn nefnist í daglegu tali Tvíburabærinn.

Læknir í bænum, M.K. Sribiju, telur að eitthvað í umhverfinu geti haft áhrif á fjölda tvíburafæðinga. Hann lítur í þessum efnum helst til vatnsbóls bæjarins. „Víðs vegar í veröldinni er helsta orsök tvíburafæðinga lyf. Í vestrænum ríkjum notar fólk frjósemislyf, auk þess sem ýmis efni má finna í matvælum. Þar er meðal annars mun meiri neysla mjólkurafurða. Þá fer giftingaraldur hækkandi en það getur einnig verið orsök tvíburafæðinga.“

Læknirinn bendir hins vegar á að í Tvíburabænum eru flest hjónabönd meðal fólks á aldrinum 18-20 ára. Auk þess megi ekki finna breytur í sama magni og í vestrænum ríkjum.

Bærinn Kodinji er umleikinn vatni og eftir Monsún-tímabilið einangrast það vegna mikilla rigninga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson