Lesa mismunandi í andlitstjáningu

Merkjanlegur munur milli kynstofna.
Merkjanlegur munur milli kynstofna.

Vesturlandabúar „lesa“ í andlitstjáningu á annan hátt heldur en austurlandabúar, veita munni meiri athygli en þeir austrænu sem beina athyglinni fyrst og fremst að augunum, að því fram kemur í nýrri rannsókn.

Ein niðurstaða rannsóknarinnar er að þessi „vanræksla“ austurlandabúa getur leitt til tíðari mistaka af þeirra hálfu í túlkun á andlitstjáningu, segir í skýrslu um rannsóknina, þar sem lýst er hvernig tilfinningar geta „glatast í þýðingu“, eins og það er orðað.

„Við sýnum fram á að vesturlandabúnar og austurlandabúar horfa með mismunandi hætti á andlitið til að lesa andlitstjáninguna,“ segir Rachael Jack, út rannsóknarteymi háskólans í Glasgow sem framkvæmdi rannsóknina. „Vesturlandabúar horfa á munninn og augun í sama mæli meðan austurlandabúar kjósa augun og vanrækja munninn. Það þýðir að austurlandabúar eiga erfiðara með að sjá mismuninn á andlitstjáningu sem virðist áþekk í kringum augnsvæðið.“

Í rannsókninni voru sjálfboðaliðar af hvítum vestrænum uppruna og aftur austrænum fengnir til að skoða ljósmyndir með andlitum sem tjáðu nokkrar helstu tilfinningar á borð við hamingju, depurð, viðbjóð, ótta, undrun auk hlutleysis.

Hinir austrænu reyndust eiga í erfiðleikum með að greina andlitstjáningu á borð við ótta og viðbjóð, höfðu tilhneigingu til að mistúlka slík sem undrun eða reiði í staðinn, segir í skýrslunni.

„Ólíkt vestrænu þátttakendunum sem ráða í allt andlitið... þá beina hinir austrænu allri athygli að augunum, sem gefa frá sér upplýsingar sem erfitt getur verið að greina á milli.“

Racheal Jack segir áhugavert að enda þótt augnsvæðið geti verið tvírætt hafi þátttakandinn haft tilhneigingu að velja þá tjáninguna sem ekki var jafn félagslega ógnvænleg tilfinning, til dæmis undrun fremur en reiði. „Þetta dregur kannski fram menningarlegan mun þegar kemur að félagslegri skynjun á tilfinningum.“

Niðurstaða skýrslunnar er enda að það sé merkjanlegur munur milli kynstofnanna að þessu leyti en frekari rannsóknir þurfi að fara fram. Ella geti austurlandabúar og vesturlandabúar átt það á hættu að glatast í þýðingu þegar kemur að því eiga tilfinningaleg samskipti milli menningarheima.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson