Rússar eru verstu ferðamennirnir

Fólk sem klæðist í svonefndum chav stíl gæti litið svona …
Fólk sem klæðist í svonefndum chav stíl gæti litið svona út. Urbandictionary.com

Samkvæmt könnuninni: Heimsins verstu ferðamenn, á vefnum Real Holiday Reports eru Rússar alverstu ferðamennirnir og hrinda þar með Þjóðverjum úr gömlum sessi. Svarendur voru yfir þúsund Bretar sem ferðuðust erlendis í sumar, til Spánar, Frakklands, Kýpur, Möltu, Ítalíu, Tyrklands, Grikklands og Portúgal.

Meirihlutinn, eða um þriðjungur allra svarenda, svaraði að hinir áberandi Rússar, sem nú eru kallaðir Hinir nýju Þjóðverjar, væru hroðalegustu ferðamenninir en Þjóðverjar hafa lengi hlotið þann vafasama heiður.

Samkvæmt könnunni kvarta Bretarnir undan því að Rússarnir sitji um sólbekkina, hreinsi hlaðborðin á hótelunum þar sem allt er innifalið, ropi, blóti og klæðist eins og ofvaxnir, glysgjarnir unglingar. Orðið sem þeir nota er chav (inni á þessum hlekk er ansi skemmtileg skilgreining á merkingu orðsins Chav).

Eigandi vefsins, Gary Hewitt, segir: Það rignir yfir okkur kvörtununum út af Rússunum. Fólki finnst þeir vera ruddalegir, veifi peningum sínum framan í aðra og komi fram eins og þeir eigi staðinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson