Ungmenni látin þola harðræði í nístingskulda

Í vetrarfríinu skráðu um 100 suður-kóresk ungmenni sig í æfingabúðir, sem hafa það að markmiði að herða þau og undirbúa fyrir lífið. Æfingabúðirnar líkjast mest æfingabúðum fyrir hermenn þar sem ungmennin, sem mörg hver eru aðeins börn, þurfa að þola harðræði og kulda.

Ungmennin klæðast herbúningum og eru látin gera ýmsar æfingar í nístingskulda. Þjálfarinn Park Tae-jin segir að heimurinn sé harður og ungmennunum sé kennt að gefast aldrei upp.

Æfingabúðirnar eru í um 66 km suðaustur af höfðuborginni Seoul og hafa verið starfandi frá 1999. Æfingarnar eru af ýmsum toga og er ætlað að reyna mjög á viðkomandi. Þær geta staðið yfir í allt að 10 klukkustundir á dag, en alls er um fimm daga að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson