Chopin á peningaseðil

Frédéric-François Chopin
Frédéric-François Chopin

Seðlabanki Póllands kynnti útgáfu nýs peningaseðils í næstu viku en um viðhafnarútgáfu er að ræða. Er það pólska tónskáldið Frédéric-François Chopin sem mun prýða 20 slot seðilinn en tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu hans þann 1. mars nk.

Alls verða prentaðir 100 þúsund seðlar og verða þeir seldir á netinu á 25-50 slot frá 9. febrúar til 12. febrúar.

Chopin fæddist í Żelazowa Wola í miðju Póllandi nálægt Sochaczew. Móðir hans hét Tekla Justyna Krzyżanowska en franskættaður faðir hans hét Mikołaj (Nicolas) Chopin. Hann fluttist til Parísar þegar hann var tvítugur að aldri og bjó í Frakklandi allt til dánardags, þann 17. október 1849.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir