Kennurum vikið úr starfi fyrir kjöltudans

Tveimur menntaskólakennurum í Winnipeg í Kanada hefur verið vikið úr starfi fyrir að dansa kjöltudans í íþróttasal skólans á hátíð á vegum skólans. Myndband af dansinum var sett á netið og varð strax afar vinsælt. Hins vegar voru ekki allir foreldrar jafn hrifnir og kvörtuðu við skólayfirvöld. 

Var ákveðið að víkja kennurunum úr starfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Á næstu vikum verður ákveðið hvort þeir fái að koma aftur til starfa við skólann.

Dans kennaranna var tekinn upp á síma þann 17 febrúar sl. af nemanda við skólann. Daginn eftir var myndbandið komið út um allt og í gærkvöldi var það sýnt á CBC sjónvarpsstöðinni í Kanada.

Á því sést er nemendur hlægja og skrækja þegar karlkynskennarar við  Churchill High School fetta sig og bretta fyrir framan kvenkynskennara sem sitja á stólum í yfirfullum leikfimisalnum. Ganga þeir víst svo langt að setjast í kjöltu annarra kennara.

Var atriðið hluti af skemmtun við skólann en eitthvað virðist skemmtunin hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum sem hafa séð það á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson