Banki tók páfagauk upp í fasteignaskuld

Þessi páfagaukur tengist ekki efni fréttarinnar.
Þessi páfagaukur tengist ekki efni fréttarinnar. AP

Kona í Pittsburgh höfðar nú mál gegn Bank of America fyrir að hafa gert páfagaukinn sinn upptækan. Starfsmenn bankans stóðu í þeirri meiningu að konan hefði yfirgefið húsið enda hafði hún ekki borgað af fasteignalánum sínum og því sendu þeir verktaka á staðinn til þess að skipta um lás á fasteigninni.

Bank of America hefur beðið konuna afsökunar á þessu framferði. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, að verktakar á vegum bankans hafi lokað fyrir hita, rafmagn og vatn til hússins auk þess sem þeir eyðilögðu húsgögn. Jafnframt helltu þeir frostlög ofan í öll niðurföll og tóku svo páfagaukinn, sem gengur undir nafninu Lúkas, ófrjálsri hendi. 

Konan reyndi ítrekað að hafa samband við bankann og krafðist þess að fá páfagaukinn sinn til baka. Mun hún hafa fengið óblíðar viðtökur frá starfsmönnum bankans en þeir sögðust ekki hafa hugmynd um hvar páfagaukurinn væri. Loksins sögðu starfsmennirnir henni að gaukurinn væri staðsettur á skrifstofu umrædds verktaka. 

Bank of America hefur beðið konuna afsökunar á þessari uppákomu, en hún krefst þess að bankinn greiði henni 50 þúsund dali í miskabætur. Meðal annars vegna þess að þetta hafi komið henni í svo mikið uppnám að hún hafi þurft að leita sér læknishjálpar vegna ofsakvíða. 

Samkvæmt frétt The Wall Street Journal hefur Lúkas jafnað sig á þessu leiðindaatviki en að sögn konunnar þurfti hann dágóðan tíma til þess að jafna sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg