Flugvél lenti á skokkara á strönd

Flugvél af gerðinni Lancair IV-P.
Flugvél af gerðinni Lancair IV-P.

Karlmaður, sem var að skokka á strönd í Georgíu í Bandaríkjunum og hlusta á tónlist í iPod spilara, lést samstundis þegar flugvél, sem misst hafði afl, lenti á honum. Flugmaður vélarinnar ákvað að nauðlenda í fjörunni en sá ekki manninn, sem þar var á hlaupum.

Maðurinn hét Robert Gary Jones, 38 ára gamall tveggja barna faðir. Að sögn lögreglu virðist Jones ekki hafa heyrt í flugvélinni, sem sveif yfir fjörunni. Flugmaðurinn sá illa út um framrúðuna vegna þess að olía hafði skvetts á hana.

Flugvélin er af gerðinni Lancair IV-P. Eigandinn, Edward I. Smith, sem býr í Virginíu, staðfesti við AP fréttastofuna að hann hefði flogið vélinni en vildi lítið tjá sig um málið. Hvorki Smith né farþegi í vélinni meiddust.   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson