Breytti Hummer í hestakerru

Orkumál eru ofarlega í huga bandaríska listamannsins Jeremy Dean, sem hefur breytt Hummer H2 jeppa í hestakerru. Með þessu vill Dean vekja menn til umhugsunar um orkuauðlindir og sjálfbærni í orkumálum.

Listaverkið kallast á frummálinu „Back to the Futurama“. Hann segir hugsun margra Bandaríkjamanna um að „stærra sé betra“ hafi orðið kveikjan að verkinu. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi lifað hátt of lengi og það hafi átt stóran þátt í fjármálahruninu. „Í mínum huga þá kemur þetta allt saman í Hummernum. Hann táknar hápunkt neysluhyggjunnar að mínu viti,“ segir Dean. 

Hann vann að verkinu í um eitt ár og varði um 20.000 dölum í það. Honum tókst hins vegar að endurnýta nánast alla hluta jeppans. Úr varð umhverfisvænn Hummer. Glysið er enn til staðar og m.a. er að finna kraftmiklar græjur og fimm sjónvörp, sem ganga fyrir rafhlöðu. 

„Þetta er ekki hugsað sem lausn á okkar orkuvanda. Þetta er hugsað sem háðsádeiluverk og byggir á staðreyndum. Á tímum kreppunnar miklu þá gerði fólk svona hluti út af nauðsyn. Það sem ég er að reyna að gera er að búa til framtíðarspá þar sem háðsádeilan er í fyrirrúmi. Hún gengur út á það að ef við finnum ekki sjálfbærari leið til að lifa og aðra orkugjafa, þá neyðumst við kannski til þess að láta hesta draga bílana okkar,“ segir listamaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson