David Bowie kennt um kreppuna

David Bowie.
David Bowie.

Búið er að finna óvæntan sökudólg þegar skýringa er leitað á orsökum fjármálakreppunnar, sem gengið hefur yfir heimin síðustu misseri. Það er breska rokkstjarnan David Bowie.

Tímaritið Arabian Business skýrði frá því nýlega, að árið 1987 hafi Bowie boðið upp á svonefnd Bowieskuldabréf, sem þýddi að hann fékk peninga strax með því að veðsetja framtíðarhöfundarréttargreiðslur sínar til tryggingafélags. Það félag seldi skuldabréfin áfram og lofaði 7,9% ávöxtun. 

Fjallað er um þetta á vef Dagens Nyheter í dag. Fleiri listamenn, svo sem Rod Stewart og Iron Maiden, komu í kjölfarið og öfluðu lausafjár með þessum hætti. Þessi aðferð varð síðan almenn í fjármálaheiminum og svonefnd undirmálslán, sem bandarískir fasteignakaupendur gátu fengið, eru angi af þessum meiði. Undirmálslánin voru síðan rótin að fjármálakreppunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson