Obama taldi Bo fram til skatts

Barack Obama leikur sér við hundinn Bo.
Barack Obama leikur sér við hundinn Bo. mynd/Pete Souza

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fékk milljónir dala á síðasta ári í höfundarlaun fyrir bækur sínar og hann fékk einnig portúgalska vatnahundinn Bo að gjöf, sem er metinn á 1600 dali, jafnvirði 212 þúsund króna.

Þetta kemur fram í upplýsingum um eignir forsetans sem Hvíta húsið hefur birt og breska ríkisútvarpið BBC fjallar um á vef sínum. Fram kemur, að höfundarlaun vegna bókanna  Dreams From My Father og Audacity of Hope námu 1 milljón dala af hvorri bók. Þá kemur fram, að ekki sé búið að verðleggja verðlaunapening og skjal, sem Obama fékk þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í lok síðasta árs. Hann gaf hins vegar verðlaunaféð, 1,4 milljónir dala, til góðgerðarfélaga.

Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, og eiginkona hans gáfu Obamafjölskyldunni hundinn Bo á síðasta ári. Er þessi gjöf metin á 1600 dali. Þá telur Obama fram ýmsar eignir sem nema allt að 7,7 milljónum dala. Er þar um að ræða  bandarísk ríkisskuldabréf, námssjóður fyrir dæturnar Sasha og Malia og lífeyrisgreiðslur frá ríkisþingi Illinois.  

Eignir Joe Biden, varaforseta, eru taldar nema allt að 675 þúsund dölum, samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson