Kaloríusprengja sem maður hristir ekki af sér

Vatnið er án efa besti drykkurinn.
Vatnið er án efa besti drykkurinn. mbl.is/Kristinn

Bandaríska tímaritið Men's Health hefur tekið saman lista yfir 20 verstu drykki í Bandaríkjunum. Á toppnum trónir mjólkurhristingur sem er hvorki meira né minna en 2.010 kaloríur. Það jafngildir því að borða 68 sneiðar af beikoni og 30 súkkulaðibitakökur.

Mjólkurhristingurinn, sem er frá ísframleiðandanum Cold Stone, kallast PB&C Hann er búinn til úr hnetusmjöri, súkkulaðiís og mjólk. Hljómar einfalt. Í honum eru 68 grömm af mettaðri fitu og 153 grömm af sykri.

Í öðru sæti á lista tímaritsins er drykkurinn Peanut Power Plus Grape frá Smoothie King. Einn stór drykkur samsvarar 1.498 kaloríum. Sykurmagnið jafngildir því að borða yfir 20 súkkulaði- og hnetusmjörstykki.

Í þriðja sæti er svo þrefaldur þykkur súkkulaðihristingur frá McDonalds. Þar er um að ræða 1.160 kaloríur. Það jafngildir að borða 13 eplabökur frá fyrirtækinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson