Segir konur ekki mega kenna drengjum

Nemendur í Riyadh í Sádi-Arabíu á bæn.
Nemendur í Riyadh í Sádi-Arabíu á bæn. Reuters

Íslamskur fræðimaður í Sádi-Arabíu hefur höfðað dómsmál til að koma í veg fyrir að ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að leyfa konum að kenna ungum drengjum í einkaskólum, nái fram að ganga.

Youssef al-Ahmad, sem er fræðimaður í sjaríalögum, segist hafa skotið málinu til dómstóla til að koma í veg fyrir þess ákvörðun. Hann segir að embættismenn hafi ekki svarað bréfum sínum, en þar færir hann rök fyrir því að samkvæmt íslamstrú megi konur ekki kenna drengum.

„Þegar ég fékk engin svör, þá fór ég með málið fyrir dómstóla,“ segir hann í samtali við arabíska fjölmiðla.

Noural al-Fayez, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, sagði í síðasta mánuði að konur myndu frá að kenna drengjum í fyrsta til þriðja bekk einkaskóla. Þess má geta að Fayes er fyrsta konan í Sádi-Arabíu sem gegnir embætti ráðherra.

Ahmas, sem kennir í íslömskum háskóla, segir að ákvörðun ráðherrans brjóti í bága við lög um einkaskóla. Skv. þeim megi piltar og stúlkur ekki vera saman í skóla.

Þá segir hann að þetta sé hluti af ráðabruggi frjálslyndra um að leyfa kynjablöndun í öllum skólum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav