Kolkrabbinn Páll spáir Spánverjum sigri

Kolkrabbinn Páll, sem spáð hefur rétt fyrir um úrslit í landsleikjum Þýskalands í knattspyrnu á undanförnum árum, spáir því nú að Spánverjar fari með sigur af hólmi þegar þjóðirnar mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku á morgun.

Páll er tveggja ára kolkrabbi, sem býr í sædýrasafni í þýsku borginni Oberhausen. Starfsmenn sædýrsafnsins tóku upp á því árið 2008 að láta Pál velja sér skel úr tveimur kössum, sem merktir voru Þýskalandi og andstæðingum í væntanlegum landsleikjum.

Fullyrt er að Páll hafi spáð rétt fyrir um úrslitin í öll skipti nema eitt, þegar Þjóðverjar og Spánverjar mættust á Evrópumótinu árið 2008. Þá fékk hann sér skel úr glerkassanum, sem merktur var Þýskalandi en Spánn vann.

Páll hefur spáð rétt fyrir um alla leiki Þjóðverja á HM til þessa en í morgun, þegar athöfnin fór fram vegna leiks Þjóðverja og Spánverja, fékk kolkrabbinn sér skel úr kassanum með spænska fánanum. Nú vona Þjóðverjar að spádómsgáfa Páls bregðist í þetta skipti eins og síðast þegar þjóðirnar mættust.  

Páll valdi skelina í Spánarkassanum í morgun, Þjóðverjum til mikillar …
Páll valdi skelina í Spánarkassanum í morgun, Þjóðverjum til mikillar hrellingar. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg