Sænskur „limur“ frá steinöld

Limslíkið sem fannst í Svíþjóð.
Limslíkið sem fannst í Svíþjóð. mynd/Riksantikvarieämbetet

Fornleifafræðingar í Motala í Svíþjóð hafa komið niður á merkan fund, sem þeir telja að sé heimsfrétt. Um er að ræða ótrúlega velvarðveittan grip sem talinn er vera um 7.000 ára gamall, eða frá steinöld. Útskorinn eins og karllimur og efniviðurinn líklega horn af dádýri.

Haft er eftir Göran Gruber frá sænsku þjóðminjasafninu að fornleifafræðingarnir hafi ekki efast eina sekúndu um hvaða grip væri að ræða. Form hans og útlit hefði verið einstaklega heillegt. „Limurinn“ reyndist vera 10-11 cm langur.

Gruber telur að um heimssögulegan fund sé að ræða. Þó er vitað um samskonar lim sem fannst um árið í Þýskalandi. Tíðindin um fornleifafundinn hafa borist hratt út og stórir fjölmiðlar á borð við CBS, Fox News og BBC hafa sýnt hinum forna skaufa mikinn áhuga, að því er haft er eftir Gruber á vef Expressen í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson