Grillmorðingi fyrir dóm

Franska lögreglan. Mynd úr safni.
Franska lögreglan. Mynd úr safni.

Franskur sjö barna faðir sem myrti eiginkonu sína, gróf hana í garðinum og reyndi svo að brenna líkamsleifar hennar á grilli fjölskyldunnar tveimur árum síðar verður leiddur fyrir dóm á morgun.

Hinn 38 ára gamli Benoit Piet tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar, Adeline, árið 2006 og fór þá af stað viðamikil leit lögreglu í kringum heimili þeirra í þorpinu La Gouesniere í Bretaníu í Frakklandi.

Útskýrði hann hvarfið upprunalega með því að hún hefði viljað breyta til. Þegar hann var hins vegar færður til yfirheyrslna tveimur árum síðar, viðurkenndi hann fyrir lögreglu að hafa grafið konuna í garðinum en svo grafið hana upp að nýju og brennt á grilli þegar lögregla gerðist aðgangsharðari.

Piet hefur staðfastlega neitað að hafa myrt eiginkonu sína. Upprunalega hélt hann því fram að hún hefði fyrirfarið sér, svo að óþekktir árásarmenn hefðu drepið hana og hótað börnum hans ef hann skyldi segja frá því.

Á endanum viðurkenndi hann þó að konan hefði látist í rifrildi þegar hann var drukkinn en gaf þó ekki til kynna að hann hefði sjálfur drepið hana. Höfðu hjónin staðið í skilnaði þegar konan lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson