Frelsarinn verði falinn

Breska ríkisútvarpið, BBC , er að áliti sumra farið að ganga býsna langt í pólitískri rétthugsun til að þóknast minnihlutahópum, þ. á m. múslímum.

Nýjasta dæmið er að stofnunin gaf nýlega út vinnureglur um notkun ártala og á samkvæmt þeim að hætta að segja, þegar nauðsyn krefur, „fyrir Krist“ og „eftir Krist“, (á ensku B.C og A.D.) en nota þess í stað C.E. og BCE.

BBC ber að sýna óhlutdrægni og þess vegna er viðeigandi að við notum orð sem særa ekki og virka ekki fráhrindandi á þá sem aðhyllast ekki kristna trú,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar þar sem fjallað er um trúarbrögð.

Blaðið L‘Osservatore Romano, málgagn Páfagarðs, segir ráðgjafa BBC halda fram „dellu“ og sakar útvarpsstöðina um dæmalausa hræsni. Markmið stofnunarinnar sé ekki virðing við önnur trúarbrögð heldur sé verið að reyna að þurrka út ummerki kristninnar.

Margir af starfsmönnum BBC segja að þeir muni hunsa leiðbeiningarnar. Bent er á að þessi nýja tilhögun sé undarleg blekkingartilraun. Áfram sé upphafið miðað við fæðingu Krists þótt reynt sé að fela það með orðagjálfri, ekki t.d. flótta Múhameðs frá Mekka til Medína árið 622, eins og múslímar gera eða sköpun jarðar fyrir 5772 árum, eins og strangtrúaðir gyðingar gera.

Æðstu yfirmenn BBC segja nú að ekki liggi fyrir nein opinber fyrirmæli um að fara eftir þessum leiðbeiningum varðandi tímatalið. Þær hafa þó komið til framkvæmda í ýmsum vinsælum þáttum.

Sjálft upphafið

» C.E. og B.C.E. stendur fyrir Common Era og Before Common Era.
» Blað Páfagarðs bendir á að fæðing Jesú Krists marki „byltingarkennt augnablik í sögunni“, það viðurkenni einnig múslímar og gyðingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson