Þoldi ekki hitann

Barack Obama, bandaríkjaforseti, ásamt persónulegum aðstoðarmanni sínum, Rob Love, sem …
Barack Obama, bandaríkjaforseti, ásamt persónulegum aðstoðarmanni sínum, Rob Love, sem brátt lætur af störfum. Reuters

Persónulegur aðstoðarmaður Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, hefur sagt upp störfum. Aðstoðarmaðurinn sem heitir fullu nafni Reggie Love segir að starf sitt hafi verið eitt hið svalasta í heiminum en það hafi hins vegar einnig haft sína ókosti líkt og t.d. skort á loftkælingu.

„Það sem fór stundum alveg með mig var sú staðreynd að hann [Obama] var mjög hrifinn af því að keyra um á sumrin með slökkt á loftkælingunni," sagði Love í viðtali við ESPN-íþróttastöðina.

„Mér varð oft mjög heitt, byrjaði að svitna og þá hugsaði ég með mér að það væri eflaust um 27 stiga hiti í þessum bíl og að það myndi brátt líða yfir mig,“ sagði hinn þrítugi Love sem lætur a störfum um áramótin til þess að hefja nám í viðskiptafræði við Wharton School of Business.

Obama, sem er þekktur fyrir að vilja halda svipuðu hitastigi á forsetaskrifstofunni og tíðkast í heimríki hans, Havaí, var ennþá öldungadeildarþingmaður þegar hann réð Love sem aðstoðarmann sinn árið 2006.

Starf Loves er einskonar blanda af einkaþjóni og ferðafélaga fyrir forsetann. Þannig ferðast Love með Obama hvert sem hann fer. Hann ber handfarangur forsetans og passar að forsetinn hafi alltaf aðgang að vissum nauðsynjavörum á borð við t.d. bækur, tannkrem, penna, dagblöð og blettahreinsi.

Saman hafa Obama og Love ferðast til 31 lands og 40 af 50 ríkjum Bandaríkjanna.


Að sögn Loves er hann mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vera „langtímafarþegi á þessu ótrúlega ferðalagi“. „Ég á klárlega eftir að sakna hans,“ sagði Love í viðtali við ESPN og bætti við: „Hann hefur verið mér eins og bróðir, leiðbeinandi. Ég hef lært svo margt af honum um lífið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson