Gamlar ruðningshetjur slógust

Tveir gamlir kanadískir ruðningsleikmenn fóru óvænt að slást í hádegisverðarboði í Vancouver um helgina. Mennirnir, sem báðir eru á áttræðisaldri, eru sagðir hafa verið óvinir í 48 ár, eða frá því annar þeirra lenti í átökum við herbergisfélaga hins í leik árið 1963.

Þeim Joe Kapp og Angelo Mosca var báðum boðið á athöfn á vefum kanadíska ruðningssambandsins á laugardag. Kapp, sem er 73, kom þá til Mosca og ætlaði að gefa honum blóm til merkis um sáttavilja.

Mosca, 74 ára, sem einnig var atvinnumaður í glímu á sínum yngri hárum, sló þá til Kapp sem slæmdi þá hækju sinni í andlit Mosca og sló af honum gleraugun. Þeir ruku síðan saman og helltu svívirðingum hvor yfir annan.

Að sjálfsögðu tók einhver gestur myndir af átökunum á farsíma sinn og myndskeiðið hefur slegið í gegn á YouTube. 

Nokkrir þeirra, sem hafa skoðað myndskeiðið, velta því fyrir sér hvort átökin hafi verið sviðsett en von er á bók frá Mosca á næstu dögum. 

Myndskeiðið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson