Svanir ráðast á erlenda nemendur

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eyþór

Warwick háskólinn á Englandi hefur sett upp girðingu í kringum stöðuvatn á lóð skólans til að koma í veg fyrir frekari árásir svana á nemendur, þá sér í lagi af erlendum uppruna.

Svanirnir hafa verið sakaðir um að ráðast með harkalegum hætti á erlenda nemendur skólans þegar þeir ganga yfir brú hjá vatninu, í nánd við dvalarstað svananna.

Hundruðir nemenda skólans nota brúna á hverjum degi en nokkrir þeirra komust fljótlega að því að svo virtist sem svanirnir réðust eingöngu á nemendur af erlendum uppruna.

„Svanirnir eru mjög pirrandi og nemendunum líður eins og verið sé að leggja þá í einelti,“ segir einn indverskur nemandi skólans við The Telegraph. „Ég er frá Indlandi og þeir ráðist sérstaklega á mig. Þeir einbeita sér að mér,“ bætir hann við.

„Ég held að þeir vilji ekki hafa of marga Indverja í Englandi, kannski eru svanirnir hér rasistar.“

„Þetta er skrítið. Svo virðist sem þeim geðjist ekki að útlendingum og ráðist á þá til að verja hreiðrin sín,“ segir hin ítalska Albertina Crocetti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir