Fékk bréfið 45 árum síðar

Kanadíski pósturinn er ekkert að flýta sér.
Kanadíski pósturinn er ekkert að flýta sér.

Bréf sem var sent fyrir 45 árum birtist með dularfullum hætti í póstkassa kanadískrar konu. Bréfið var frá systur hennar, sem var níu ára er hún sendi bréfið árið 1969.

Með bréfinu fylgdi afsökunarbeiðni frá kanadíska póstinum. Þar var beðist afsökunar á því að bréfið væri í slæmu ástandi - ekki því að það hefði borist viðtakanda 45 árum eftir að það var sent.

„Kæri viðskiptavinur. Okkur þykir mjög leitt að bréfið þitt hafi skemmst. Það fannst í þessu ástandi í póstkerfi okkar,“ sagði í bréfinu frá póstinum.

Bréfið var stílað á herra og frú R.D. Tingle. Aðeins götunafn var skrifað utan á umslagið og rangt númer hússins. Ekki kom fram til hvaða borgar bréfið átti að fara. 

Engu að síður hefur bréfið nú loks ratað í réttar hendur. 

Í bréfinu er ljóð sem litla systir konunnar samdi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson