Misstu stjórn á sér í miðri útsendingu

Ekki leið á löngu þar til þeir Muhammad Sharif al-Jiyusi, …
Ekki leið á löngu þar til þeir Muhammad Sharif al-Jiyusi, sem er til vinstir, og Shakir al-Johari voru farnir að ýta hvor við öðrum með borðinu sem þeir höfðu setið við.

Það var hart tekist á í sjónvarpsþætti þar sem rætt var um frelsi fjölmiðla í Jórdaníu í tengslum við arabíska vorið svonefnda. Reyndar gengu tveir fréttaskýrendur of langt er þeir misstu algerlega stjórn á skapi sínu og lögðu hluta upptökuvers í rúst.

Fréttamennir Muhammad Sharif al-Jiyusi og Shakir al-Johari voru gestir hjá sjónvarpsstöðinni 7 Stars í Jórdaníu. Þegar þátturinn var um það bil hálfnaður voru mennirnir orðnir svo reiðir út í hvorn annan að ekki varð aftur snúið. 

Annar þeirra sakaði hinn um að skipta um afstöðu í málum eftir hentugleika. Ummælin fóru illa í blaðamanninn sem sagði starfsbróður sínum að halda sér saman. 

Ekki leið á löngu þar til borðið sem mennirnir sátu við, auk þáttarstjórnandas, var rifið upp en mennirnir notuðu það til að stugga hvor við öðrum. Þáttastjórnandinn gat lítið annan gert en að fylgjast agndofa með hegðun mannanna. 

Fréttamaðurinn al-Jiyusi skrifaði síðar á Facebook að hann hefði móðgast og verið ósáttur við tóninn í al-Johari þegar hann sagði að al-Jiyusi væri stuðningsmaður Baath-flokksins, sem ræður ríkjum í Sýrlandi. 

„Eins og það að vera stuðningsmaður Baath sé einhverskonar refsivert athæfi eða smánarlegt,“ skrifaði hann.

Al-Jiyusi sagðist hafa sagt við hinn fréttamanninn að hann væri stoltur stuðningsmaður flokksins, en hann er fréttaskýrandi fyrir sýrlensku ríkisfréttastofuna Sanna og dagblaðið al-Baath. 

Myndskeiðið má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir