Tapaði á mörkum Þjóðverja

Þýska landsliðið í knattspyrnu fór illa með krá eina á Írlandi á þriðjudagskvöldið er liðið vann Brasilíu 7-1 í undanúrslitum HM í knattspyrnu.

Eigandi kráarinnar Róisín Dubh hafði ákveðið að bjóða gestum upp á afslátt á bjór fyrir hvert mark sem var skorað í leiknum.

Hljóðaði tilboð Róisín Dubh upp á 50 senta verðlækkun á bjór fyrir hvert mark var skorað og gilti tilboðið um eina tegund af þýskum bjór, Erdinger, og aðra brasilíska, Brahma.

Í upphafi leiks kostaði bjórinn fjórar evrur (623 krónur) en þegar Þjóðverjar höfðu skorað fimm mörk í hálfleik var Erdinger bjórinn kominn niður í 1 evru og fimmtíu sent (234 krónur). 

Þar sem Þjóðverjar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik kostaði bjórinn ekki nema 50 sent (78 krónur) síðustu 11 mínútur leiksins.

En þar sem eina mark Brasilíu var skorað á síðustu mínútu leiksins nutu þeir sem völdu Brahma einungis 50 senta afsláttar í nokkrar sekúndur því bjórverðið var hækkað á ný í lok leiks, samkvæmt frétt BBC.

Eigandi kráarinnar, Gugai McNamara, segir viðtali við BBC að niðurstaða leiksins hafi komið á óvart og það hafi komið snemma í ljós að tilboðið kæmi sér illa fyrir pyngju kráarinnar. Enda var fljótlega orðið ódýrara að fá sér bjór heldur en snakkpoka yfir leiknum. Hann segir að þrátt fyrir mikinn afslátt þá hafi kráargestir kunnað sig og enginn hafi pantað 15-20 bjóra í einu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson