Skiptu á eiginkonum og börnum

Sólin að setjast við Nílarfljót í Úganda.
Sólin að setjast við Nílarfljót í Úganda. mbl.is/Sunna

Íbúar í þorpinu Aguya í Kumi-héraði í Úganda eru furðulostnir eftir að tveir karlmenn í þorpinu ákváðu að skipta á konum. Þeir skiptu líka á börnum.

John Peter Opoo er þrjátíu ára og vinnur fyrir sér með því að keyra fólk um á mótorhjóli, svokölluðu boda boda. Charles Okwii er 28 ára veiðimaður. Þetta eru mennirnir sem ákváðu sín á milli að skipta á konum, líkt og fjallað er um í dagblaðinu New Vision.

Opoo giftist Leyu Ingurat sem er nú tvítug. Saman eiga þau tvö börn. Hann greiddi fjölskyldu hennar á sínum tíma fyrir hana með fjórum nautgripum, sex geitum og um 8 þúsund krónum. Okwi giftist Deboruh Alungat og þau eiga einni saman tvö börn. Fyrir hana greiddi hann þrjá naugripi, fimm geitur og 8 þúsund krónur. En núna er Alugat farin til Opoo og sömuleiðis börnin þeirra tvö.

„Mér hefur liðið vel með Okwii. Hann er ástríkur og umhyggjusamur eiginmaður og ég hef tekið honum sem mínum nýja eiginmanni,“ segir Ingurat sem segir fyrri eiginmanninn, Hann Opoo, hafa yfirgefið sig fyrir Alungat.

Ingurat segist hafa farið frá Opoo vegna þessara svika. Hún segir hann einnig hafa beitt sig ofbeldi. Hún segist því sátt við makaskiptin.

Ítarlegra viðtal má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson