Bush vill „guðskenninguna"

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, vill að auk þróunarkenningar Charles Darwins verði kennt í skólum að þróunin hafi öll átt sér stað undir handleiðslu guðs.

Kom þetta fram á fundi með fréttamönnum í fyrradag en þá sagði Bush að auk kenningar Darwins um tilviljanakenndar stökkbreytingar á erfðaefni ætti að halda því á lofti að þær hefðu ekki orðið nema fyrir vilja guðs.

Þetta hefur lengi verið baráttumál íhaldssamra, kristinna manna í Bandaríkjunum en vísindamenn almennt og kennarar halda því fram að með þessu sé verið að lauma trúarkenningum inn í kennsluefnið í opinberum skólum. Segja talsmenn tvennra helstu samtaka bandarískra vísindamanna, National Academy of Science og American Association for the Advancement of Science, að engin vísindi styðji „guðskenninguna" og mótmæla þeir því að hún verði tekin á námsskrá.

Þegar Bush var ríkisstjóri í Texas vildi hann að sköpunarsaga Biblíunnar yrði kennd samhliða þróunarkenningu Darwins.

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Daybreak USA húsbíll, 32 fet 2001 árg.
Útdraganleg hlið,arinn,sér svefnherb,gott baðherb með sturtu,eldhús og setustofa...
Ljosmyndari.is hefur opnað vefverslun
Höfum opnað vefverslun með ýmsar ljósmyndavörur. Svo sem flöss, töskur, filt...
 
Onvk-2017-07 hreinsun á inntakslóni
Tilboð - útboð
ONVK-2017-07/ 22.03.2017 Útboð Or...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, Göng...
Starfsmaður óskast
Önnur störf
Starfsmaður óskast Vegna mikilla v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...