Bandaríkjamenn yfirheyrðir um pyntingar

Bandarískir embættismenn verða í dag kallaðir fyrir sérstaka nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um pyntingar. Er þetta í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld þurfa að svara spurningum nefndarinnar frá því stríðið gegn hryðjuverkum hófst síðari hluta ársins 2001.

Þrjátíu háttsettir embættismenn frá ráðuneytum utanríkismála, varnamála, dómsmála og heimavarnarmála munu svara spurningum nefndarmanna opinberlega í Genf. Búist er við að þeir þurfi að svara erfiðum spurningum um aðferðir, sem beitt hefur verið við handtökur og yfirheyrslur á meintum hryðjuverkamönnum.

Mannréttindasamtök hafa sakað Bandaríkin um að brjóta gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem bannar pyntingar.

Tíu lögfræðingar á vegum nefndarinnar munu yfirheyra embættismennina og er búist við að yfirheyrslurnar, sem eru opinberar, standi fram á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert