Tala látinna yfir 160 í Mumbai

Sprengjurnar sprungu allar á fyrsta farrými lesta, og virðist árásunum …
Sprengjurnar sprungu allar á fyrsta farrými lesta, og virðist árásunum hafa verið beint að viðskiptamönnum AP

Rúmlega 160 eru nú sagðir hafa látist í sprengingunum í Mumbai á Indlandi í dag, um 460 eru slasaðir samkvæmt fréttastofunni Reuters. Sprengingarnar urðu allar í fyrsta farrými lesta og virðist þeim hafa verið beint að viðskiptamönnum, en Mumbai er viðskiptamiðstöð Indlands. Árásirnar hafa verið fordæmdar um allan heim í dag en enn er ekki vitað með vissu hver stóð að þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert