Pólitísk starfsemi bönnuð á Taílandi

Skriðdrekar setja svip sinn á umferðina í Bangkok höfuðborg Taílands …
Skriðdrekar setja svip sinn á umferðina í Bangkok höfuðborg Taílands í dag. AP

Stjórnmálaflokkum á Taílandi hefur verið bannað að halda fundi í kjölfar valdaráns hersins í landinu á þriðjudag. Þá er öll önnur starfsemi stjórnmálaflokka í landinu bönnuð samkvæmt yfirlýsingu sem lesin var á ríkissjónvarpsstöð landsins í morgun.

„Til að halda uppi lögum og reglu eru fundir stjórnmálaflokka og önnur starfsemi þeirra bönnuð,” segir í yfirlýsingunni. „Pólitískir fundir fleiri en fimm einstaklinga hafa þegar verið bannaðir en stjórnmálastarfsemi getur hafist að nýju þegar eðlilegt ástand kemst á að nýju.”

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að rannsókn á spillingarásökunum gegn Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, verði haldin áfram en Sonthi Boonyaratglin hershöfðingi, sem fer fyrir valdaræningjunum, hafði lýst því yfir á gær að Thaksin yrði ákærður fyrir spillingu.

Stjórnarskrá landsins var felld úr gildi á þriðjudag og herlögum lýst yfir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert