Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima

Frá strandbænum Sitges á Spáni
Frá strandbænum Sitges á Spáni mbl.is/Ómar Óskarsson

Árlegum hátíðahöldum Spánverja, þar sem þess er minnst þegar Spánverjar sigruðu Mára, verður stillt í hóf af ótta við að múslimar móðgist. Hátíðirnar eru haldnar árlega víða um landið, einkum í suðausturhluta þess í héraðinu Valencia. Leikrit eru sett á svið þar sem kristnir berjast við Mára og hafa sigur, og lýkur gjarnan á því að brúða af spámanninum Múhameð er sprengd í loft upp.

Mörg þorp eru nú sögð hætt þessum sið í kjölfar mótmæla um allan heim í kjölfar þess að danska dagblaðið Jyllands-Posten birti skopmyndir af spámanninum. Er siðurinn af mörgum talinn fela í sér ögrun gagnvart þeim sem aðhyllast islam auk þess að vera óþarfi.

Um ein milljón múslima búa á Spáni, langflestir innflytjendur frá N-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert