Sérfræðingar telja hættu á stríði Bandaríkjanna og Íran

Mahmoud Ahmadinejad , forseti Írans, er lítt hrifinn af Bandaríkjastjórn.
Mahmoud Ahmadinejad , forseti Írans, er lítt hrifinn af Bandaríkjastjórn. Reuters

Spennan er orðin það mikil milli stjórnvalda í Íran og Bandaríkjunum að stríð gæti skollið á fyrir mistök, að mati embættismanna í Bandaríkjaher og stjórnmálaskýrenda. Þeir líkja ástandinu við Evrópu fyrir fyrri heimsstyrjöld, þá hafi morð á erkihertoganum Franz Ferdinand hrint af stað atburðarás sem endaði með heimsstyrjöld.

Ágreiningur um málefni Íraks fer vaxandi milli stjórnvalda ríkjanna og vaxandi hernaður Bandaríkjamanna þar er þyrnir í augum Írana. Fjölgun bandarískra hermanna þar eykur líkurnar á stríði Bandaríkjanna og Íran, að mati Vali Nasr, sérfræðings í málefnum Írans við háskóla bandaríska sjóhersins. Fjölgunin geti leitt til enn frekari átaka þar sem Íranar líti margir hverjir á hana sem ögrun við þjóðina, þ.e. Írana.

Deilumál Bandaríkjanna og Írans eru mörg. Bandaríkjastjórn sakar Íransstjórn um að þjálfa uppreisnarmenn úr röðum sjíta í Írak og hefur handtekið íranska ríkiserindreka í Írak. Þá hefur Bandaríkjaforseti samþykkt að bandarískir hermenn felli Írana í Írak. Þá hefur lengi verið deilt um kjarnorkuáætlun Írana og Íran verið beitt efnahagslegum þvingunum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert