Líbanski herinn skaut að ísraelskum flugvélum

Friðargæsluliði UNIFIL í suðurhluta Líbanons bendir að norðurhluta Ísraels sem …
Friðargæsluliði UNIFIL í suðurhluta Líbanons bendir að norðurhluta Ísraels sem liggur hinum megin við gaddavírinn AP

Líbanski herinn skaut í dag með loftvarnabyssum að ísraelskum flugvélum, engin vél varð fyrir skoti. Talsmaður líbanska hersins tilkynnti um þetta og þykir það benda til þess að Líbanar ætli að taka upp harðari afstöðu en áður gegn eftirlitsflugi Ísraela, sem brýtur í bága við ályktun öryggisráðs SÞ um vopnahlé á stríði Ísraela og Hizbollah.

Ísraelski herinn hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins. Ísraelar hafa um árabil farið eftirlitsflug yfir Líbanno þrátt fyrir mótmæli stjórnvalda.

Eftir að samið var um vopnahlé með ályktun öryggisráðsins var tekið fram að Líbanar og UNIFIL, friðargæslulið SÞ í Líbanon myndu sjá um allt eftirlit og varnir. Hafa yfirmenn UNIFIL ítrekað kvartað undan eftirlitsflugi Ísraela og hafa hótað að grípa til hernaðaraðgerða.

16.000 líbanskir hermenn eru nú í suðurhluta landsins auk 12.000 friðargæsluliða frá UNIFIL.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert