Ellefu létust á flugdrekahátíð

AP

A.m.k. ellefu létu lifið á árlegri flugdrekahátíð í Pakistan og eru um 100 manns slasaðir. Yfirvöld afléttu tímabundið banni við flugdrekanotkun svo hægt væri að halda hátíðina, en um 700 manns voru handteknir meðan á hátíðarhöldunum stóð fyrir að nota víra í flugdrekasína og fyrir að skjóta af byssum, þá voru tæplega 300 byssur gerðar upptækar.

Árlega lætur fólk lífið meðan á flugdrekahátíðinni stendur, en algengt er að notaðir séu mjög grannir vírstrengir í flugdreka í þeim til gangi að skera á línur annarra flugdreka, og þá gjarnan í tengslum við veðmál.

Sextán ára stúlka og 12 ára drengur létust eftir að hafa skorist á hálsi af slíkum vírum. Þá létust fimm af völdum skotsára, þar á meðal sex ára drengur. Þá létust tveir af völdum raflosts eftir að hafa reynt að sækja flugdreka sem sátu fastir í raflínum.

Þrettán ára piltur féll fram af þaki þegar hann reyndi að grípa flugdreka. Þá lést 35 ára gömul kona þegar hún féll fram af þaki þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að sonur sinn meiddist við að reyna að grípa flugdreka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert