Danir óðir í flatskjái

Danir eru óðir í flatskjái líkt og Íslendingar.
Danir eru óðir í flatskjái líkt og Íslendingar. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Danir munu slá met á næstu tveimur árum í kaupum á flatskjáum, að því er samtök verslanaeigenda spá fyrir um. Danir vilji ekki lengur „gamaldags“ sjónvörp heldur flatskjái og greina menn upphaf að flatskjáakaupæði. Um 400.000 flatskjáir seldust í landinu í fyrra og er því spáð að tæp 1,1 milljón seljist samanlagt í ár og á næsta ári.

Ef framhald verður á sölunni mun sprenging verða í sölu á slíkum skjáum, 520.000 skjáir keyptir í ár og á næsta ári 540.000. Danir eru fimm milljónir. Talsmaður samtaka raftækjaverslana í Danmörku, Finn Moebius, segir að brátt verði hefðbundin sjónvörp á bak og burt í dönskum raftækjaverslunum. Berlingske tidende segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert