Ökuníðingur skaut á mann sem tók mynd af honum

Frá Ósló.
Frá Ósló.

Rúmlega tvítugur ökuníðingur í Ósló í Noregi skaut í gær á mann sem tók mynd af honum með farsíma. Fórnarlambið fékk kúluna í vangann en hlaut ekki alvarleg sár. Maðurinn sem tók myndina hafði orðið vitni að fantaakstri unga mannsins og smellti mynd af honum.

Það kunni ungi maðurinn ekki að meta og hófst mikil orðasenna milli hans og mannsins sem tók myndina, sem er rúmlega fimmtugur. Lauk sennunni með því að ungi maðurinn dró upp skotvopn og hleypti af, að sögn Óslóarlögreglunnar.

Allmargir sjónarvottar urðu að atburðinum, sem átti sér stað í Björndalhverfinu í Ósló. Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og var handtekinn. Farsíminn sem myndin var tekin á fannst í fórum hans. Hann hefur verið ákærður fyrir morðtilraun.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert