Trúa því að fjallalækur geri meira gagn en lyf gegn HIV-veirunni

Alnæmi dregur gífurlegan fjölda Afríkubúa til dauða á ári hverju.
Alnæmi dregur gífurlegan fjölda Afríkubúa til dauða á ári hverju. Reuters

Þúsundir alnæmissjúklinga og HIV-smitaðra hætta lífi sínu í Eþíópíu með því að baða sig heldur með heilögu vatni en að taka inn lyf. Kirkja ein í landinu býður fólki að baða sig upp úr vatninu og heldur því fram að hundruð manna hafi losnað við veiruna með þeim hætti.

Fréttaskýrandi Sky fréttastöðvarinnar segir frá þessu á vefsíðu hennar. Hann hafi horft á þetta kirkjubað og það hafi minnt hann á ljósmyndir af fórnarlömbum Helfarar gyðinga. Nakið fólk hafi verið í röðum og gengið inn í myrkvað herbergi í kirkju Maríu meyjar á fjallinu Entoto, þar sem það hafi verið ausið vatni.

Kirkjan er um 10.000 fetum yfir sjávarmáli og loft því þunnt og reynist fólki mikil þrekraun að ganga þangað. Kirkjan stendur hjá læk sem menn halda heilagan og geti læknað þá af HIV og alnæmi. Vatn er sótt úr læknum í krukkur og þær ganga svo milli manna og að lokum hella prestar vatni yfir fólk, en þeir eru klæddir vatnsheldum fötum. Svo mikil er geðshræringin við þessa athöfn að öruggara þykir að hlekkja suma á fótum svo þeir fari sér ekki að voða á hlaupum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert