Engin áform um að ráðast á Íran segir yfirmaður bandaríska flotans

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti ávarpar stuðningsmenn sína í dag.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti ávarpar stuðningsmenn sína í dag. Reuters

Bandaríkjamenn hafa engin áform um að ráðast á Íran, og auknum liðsafla bandaríska flotans á Persaflóa er ætlað að tryggja frið á svæðinu, sagði framkvæmdastjóri bandaríska flotans í dag, að því er fréttastofan AFP greinir frá. Áhersla væri lögð á að leysa deilur Bandaríkjamanna og Írana með friðsamlegum hætti.

„Við höfum haft stóran flota á þessu svæði áratugum saman. Nýlega bættum við nokkrum skipum við til að fullvissa vini okkar um að við ætlum hvergi á hvika frá gefnum fyrirheitum,“ sagði framkvæmdastjórinn, Michael Mullen aðmíráll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert