Fjölskylda morðingjans bjó við þröngan kost í Suður-Kóreu

Fjölskylda Cho Seung-Hui, sem talinn er hafa myrt 32 í Virginia Tech háskólanum, bjó við þröngan kost í úthverfi Seoul í Suður-Kóreu áður en hún fluttist til Bandaríkjanna 1992 í leit að bættum lífskjörum, að því er s-kóreska blaðið Chosun Ilbo greinir frá í dag.

Fjölskyldan bjó í kjallaraíbúð sem hún hafði á leigu, og haft er eftir leigusalanum að fjölskyldan hafi verið fátæk. Hann segist ekki hafa vitað hvað fjölskyldufaðirinn vann við, en hann hafi sagt er fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna að lífið í S-Kóreu væri erfitt og að auðveldara yrði fyrir sig að búa þar sem enginn þekkti sig.

Fjölskyldn settist að í úthverfi Washington, þar sem foreldrar Chos unnu í fatahreinsun.

Viðbrögð í Suður-Kóreu við fréttunum hafa verið á ýmsa lund. Hafa sumir sagst skammast sín fyrir að fjöldamorðinginn skuli hafa verið s-kóreskur innflytjandi, en aðrir bentu á að þjóðerni skipti í raun engu máli, morðin hafi verið verk einstaklings, og Suður-Kóreumenn ættu þar enga sök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert