Útgefendur Biblíunnar myrtir í Tyrklandi

Bókaútgáfan í Malatya gaf út biblíur.
Bókaútgáfan í Malatya gaf út biblíur. Reuters

Tyrkneska lögreglan hefur nú tíu manns í haldi í tengslum við árás á kristilega bókaútgáfu þar sem þrír starfsmenn útgáfunnar voru myrtir á hrottafenginn hátt. Fórnarlömbin sem voru tveir Tyrkir og einn Þjóðverji fundust bundin á höndum og fótum og skorin á háls.

Útgáfufyrirtækið dreifir biblíum og hafa morðin að sögn fréttskýrenda í Tyrklandi vakið áhyggjur í Evrópu þar sem menn óttast að Tyrkir geti ekki gætt öryggis minnihlutahópa í landinu.

Mennirnir sem í haldi eru grunaðir um ódæðið eru allir á aldrinum 19 til 20 ára og á þeim fundust bréf þar sem stóð: „Við fimm erum bræður (í trúnni). Við erum á leið út í opinn dauða. Óvíst er hvort við snúum aftur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert