Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa nýjan forseta.
Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa nýjan forseta. mbl.is/GSH

Kjörstaðir voru opnaðir fyrir stundu í Frakklandi en þar fer fram fyrri umferð forsetakosninga í dag. Tólf bjóða sig fram í embættið en aðeins fjórir eru taldir eiga raunhæfan möguleika á að komast í síðari umferð kosninganna 6. maí þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá í dag.

Samkvæmt skoðanakönnunum njóta þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Ségolène Royal, frambjóðandi sósíalista, mests fylgis.

Nýi forsetinn tekur við af Jacques Chirac, sem verið hefur forseti Frakklands undanfarin 12 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert