Áframhaldandi óeirðir í Tallinn

Óeirðalögregla hleypur á eftir rússneskumælandi Eistlendingum í Tallinn í kvöld.
Óeirðalögregla hleypur á eftir rússneskumælandi Eistlendingum í Tallinn í kvöld. Reuters

Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum á hópa ungmenna, sem mótmæltu því í miðborg Tallinn í Eistlandi í dag, að sovéskt minnismerki um sigur Rauða hersins á nasistum skyldi flutt á brott úr miðborginni. Einn lét lífið og tugir særðust í óeirðum í borginni í gær.

Um 200 manns voru handteknir í kvöld í kjölfar óeirðanna á Frelsistorginu í Tallinn. Þeir sem hafa látið í sér heyra eru einkum Eistlendingar af rússnesku bergi brotnir sem þykir það móðgun við Rússa, að styttan skyldi hafa verið flutt á brott í nótt.

Um 1,3 milljónir manna búa í Eistlandi. Rússneskumælandi Eistar, sem eru um þriðjungur þjóðarinnar, telja að minnismerkið heiðri minningu þeirra hermanna, sem létu lífið við að hrekja nasista á brott frá landinu. Margir aðrir íbúar landsins líta á minnismerkið sem tákn um kúgun Sovétmanna en Eistland var hluti af Sovétríkjunum frá 1945 til 1991.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert