Tískulöggan í Íran sker upp herör gegn slifsum

Tákn um vestræna úrkynjun eður ei?
Tákn um vestræna úrkynjun eður ei? Reuters

Írönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað rakarastofum í landinu að veita ekki þeim einstaklingum þjónustu sem bera hálsbindi eða slaufur, frá þessu greina íranskir fjölmiðlar í dag.

Að sögn lögreglunnar þar í landi eiga bartskerarnir í hættu á því að rakarastofunum verði lokað verði þeir uppvísir að því að brjóta reglurnar.

Við upphaf írönsku byltingarinnar var litið á slifsi sem táknmynd fyrir vestræna úrkynjun, en á undanförnum árum hefur viðhorf verið að breytast í hina áttina.

Tilskipunin er hluti af herferð sem beint er gegn vestrænni fatatísku. En hingað til hefur verið einblínt á að konur gangi með höfuðslæður og hylji sig samkvæmt reglum íslam.

Dagblaðið Etemand greinir frá því að siðferðislögreglan hafi sent rökurum og hárgreiðslumönnum dreifibréf þar sem þeim er skipað að þjóna ekki viðskiptavinum sem eru með hálsbindi eða slaufur. Ella eigi þeir í hættu á því að rakarastofunni verði lokað eða missa réttindi sín.

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lætur ekki sjá sig með hálsbindi.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lætur ekki sjá sig með hálsbindi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert