Dvöl friðargæsluliðs SÞ í Súdan framlengd til 31. október

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna framlengdi í dag dvöl friðargæsluliðsins í suðurhluta Súdan fram til 31. október á þessu ári. Þá samþykkti ráðið að flýta fyrir skipun erindreka SÞ í Súdan í stað Hollendingsins Jan Pronk, sem var rekinn frá Súdan á síðasta ári fyrir að gagnrýna frammistöðu súdanska hersins í Darfúr.

UNMIS, friðargæslulið SÞ í suðurhluta Súdan er skipað 12.000 mönnum. Það var myndað í mars árið 2005, og er tilgangur þeirra að tryggja frið milli stjórnvalda í Súdan og fyrrum uppreisnarmanna sem undirrituðu í janúar það ár friðarsamkomulag eftir 21 árs borgarastyrjöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert